Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% starf á grunnskólastigi. Starfsfólk skóla- og velferðarþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra.
Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla vegna einstaklinga og/eða hópa með fjölbreyttar þarfir.
- Stuðningur og handleiðsla vegna fjölbreyttra og árangursríkra kennsluhátta með áherslu á snemmbæran stuðning.
- Stuðningur við nýbreytni- og þróunarstarf skóla, m.a. með ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk skóla.
- Vinna að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
- Vinna í þverfaglegu samstarfi skóla- og velferðarþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf, staðfesting á réttindum til kennslu.
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Þekking á fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum.
- Reynsla af kennslufræðilegri ráðgjöf og/eða kennslufræðilegri forystu er kostur.
- Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði.
- Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð.
