Talmeinafræðingar

Hlutverk talmeinafræðinga er fyrst og fremst að sinna greiningu og veita ráðgjöf til kennara, foreldra og annarra er koma að barninu. Talmeinafræðingar halda erindi og námskeið um ýmsa þætti er varða mál og lestur. Þeir sinna talþjálfun þeirra barna sem falla undir viðmið sveitafélaga inni í skólum, sé þess kostur. Ávallt er unnið í anda hugmyndafræðinnar um snemmtæka íhlutun þar sem reynt er að átta sig á vandanum eins fljótt og mögulegt er og strax gripið inn í þannig draga megi úr og jafnvel koma í veg fyrir að frekari vandi verði. Gott samstarf talmeinafræðings, kennara og foreldra er algjört lykilatriði til að nemendur nái árangri.
Hvernig fer vinnsla tilvísanamála talmeinafræðinga fram?
Til upplýsingar um vinnslu máls talmeinafræðinga; TOLD-I og TOLD-2P eru málþroskapróf, MUB
málþroskapróf fyrir yngri börn, CELF er málþroskapróf fyrir yngri börn, málhljóðapróf skoðar
framburð á málhljóðum, Orðalykill er orðaforðapróf, málsýni skoðar tjáningu.

Anna Stefanía Vignisdóttir
Talmeinafræðingur
annastefania@arnesthing.is

Sími: 488-4545