Fatlaðir

Fatlað fólk nýtur allrar almennrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Reynist þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustu eða þörf fyrir stuðning meiri eða sérhæfðari en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skal veita viðbótarþjónustu samkvæmt lögum þessum. Þjónusta samkvæmt lögum þessum kemur til viðbótar þeirri þjónustu sem veitt er á grundvelli annarra laga en ekki í stað hennar.

Stoðþjónusta

Með stoðþjónustu er átt við margháttaða aðstoð við athafnir daglegs lífs og byggist m.a. á einstaklingsbundnum þörfum fólks með hliðsjón af óskum þess. Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.
Sjá meira um stoðþjónustu við fullorðið fatlað fólk

Húsnæðismál fatlaðra

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Sjá meira um húsnæðismál fatlaðra

Réttindagæslumaður

Félagsmálaráðherra ber ábyrgð á opinberri stefnumótun og eftirliti með að þjónustan sé í samræmi við markmið laga og reglugerða og að réttindi fatlaðs fólks séu virt.
Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslumanns með allt sem varðar réttindi þess, fjármuni og önnur persónuleg mál. Það má gera með því að hringja eða senda tölvupóst og hann aðstoðar fólk við að leita réttar síns.
Þeir sem telja að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks eiga að tilkynna það réttindagæslumanni. Hann getur einnig tekið upp mál að eigin frumkvæði. Starfsmönnum skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er skylt að veita réttindagæslumanni þær upplýsingar sem hann þarf vegna starfs síns.
Fatlað fólk sem á erfitt með að gæta réttar síns getur valið sér persónulegan talsmann sem hjálpar því að koma óskum sínum á framfæri. Talsmaðurinn aðstoðar fólk við að gæta réttar síns og við önnur persónuleg málefni, svo sem meðferð heilbrigðisstarfsmanna, val á búsetu, atvinnu, tómstundum og ráðstöfun fjármuna.
Skilyrði fyrir því að verða persónulegur talsmaður er þekking á persónulegum þörfum og áhugamálum þess sem hann aðstoðar. Starf persónulegs talsmanns er ólaunað en hann fær endurgreiddan kostnað vegna starfa sinna.
Réttindagæslumaður suðurlands
Starfandi réttindagæslumaður fyrir Suðurland er:
Aðalbjört María Sigurðardóttir
Aðsetur: Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi

simi – email ?

Hæfing, starfsþjálfun og atvinna með stuðningi

Hæfingu, starfsþjálfun og verndaðri vinnu er ætlað að veita fötluðu fólki þjálfun og stuðning sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði.
Með hæfingu er átt við starfs- og félagsþjálfun í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Lögð er áhersla á þjálfun sem viðheldur og eykur starfsþrek, sjálfstæði í vinnubrögðum og félagslega færni.
Fatlað fólk getur sótt um tímabundna starfsþjálfun til að auka hæfni til að takast á við störf á almennum vinnumarkaði. Starfsþjálfun líkir eftir vinnuaðstæðum og kröfum sem búast má við á almennum vinnumarkaði. Einnig má sækja um starfsprófun sem metur hvers konar störf henta fólki í ljósi starfsgetu, áhugasviðs og starfsmöguleika.
VISS vinnu- og hæfingarstöð Gagnheiði 39 Selfossi (50 manna vinnustaður).
CONTACT?
Útibú VISS  
Óseyrarbraut 4 Þorlákshöfn (15 manna vinnustaður)
Flúðum, vinnustofa Kjallarinn. HVAR?
Hafa samband
Velferðarþjónustan í  Hveragerði:
Breiðumörk 20 / 810 Hveragerði / 483-4000


Velferðarþjónustan í Ölfusi:
Hafnarbergi 1 / 815 Þorlákshöfn  / 480-3800


Félagsþjónusta í Uppsveitum og Flóa
Heilsugæslan í Laugarási / 806 Selfoss  / 480-1180
Umsjón með málaflokknum
Hallbjörn Valgeir Rúnarsson
Málefni fatlaðra
hallbjorn@arnesthing.is