Dagdvöl aldraðra
Bæjarás – dagdvöl aldraðra í Hveragerði
Í Bæjarási er starfrækt dagdvöl fyrir Hvergerðinga sem enn búa í heimahúsum. Markmið hennar er að styðja einstaklingana til sjálfsstæðis og sjálfshjálpar og gera þeim kleyft að búa lengur heima. Tekið er mið af þörfum og getu hvers og eins, bæði hvað varðar þátttöku í þeirri þjónustu sem er í boði og eins hversu oft í viku þeir nýta sér dagdvölina. Hveragerðisbær sér um akstur til og frá heimili og góð samvinna er við heilsugæslu, heimaþjónustu og félagsþjónustu bæjarins.
Bæjarás – dagdvöl aldraðra í Hveragerði
Steinunn Svanborg Gísladóttir
Heimilisstýra í Bæjarási
S:480-2099
steinunn@dvalaras.is
Ás dvalar- og hjúkrunarheimili
Umsókn um dagdvöl fer í gegnum forstöðumann stuðningsþjónustu við eldra fólk hjá Hveragerðisbæ í síma 483-4000 eða netfanginu sigridurh@hveragerdi.is.
Dagdvöl aldraðra í Ölfusi
