Dagdvöl aldraðra

Dagdvöl hefur það að markmiði að auðvelda öldruðum að búa sem lengst á eigin heimili og er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjón til að geta búið lengur heima
Í dagdvöl er boðið upp á flutningsþjónustu, mat á heilsufari, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Bæjarás – dagdvöl aldraðra í Hveragerði

Í Bæjarási er starfrækt dagdvöl fyrir Hvergerðinga sem enn búa í heimahúsum. Markmið hennar er að styðja einstaklingana til sjálfsstæðis og sjálfshjálpar og gera þeim kleyft að búa lengur heima. Tekið er mið af þörfum og getu hvers og eins, bæði hvað varðar þátttöku í þeirri þjónustu sem er í boði og eins hversu oft í viku þeir nýta sér dagdvölina. Hveragerðisbær sér um akstur til og frá heimili og góð samvinna er við heilsugæslu, heimaþjónustu og félagsþjónustu bæjarins.
Bæjarás – dagdvöl aldraðra í Hveragerði
Steinunn Svanborg Gísladóttir
Heimilisstýra í Bæjarási
S:480-2099
steinunn@dvalaras.is
Ás dvalar- og hjúkrunarheimili

 

Umsókn um dagdvöl fer í gegnum forstöðumann stuðningsþjónustu við eldra fólk hjá Hveragerðisbæ í síma 483-4000 eða netfanginu sigridurh@hveragerdi.is.

Dagdvöl aldraðra í Ölfusi

Dagdvölin er stuðningsúrræði fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa aðstoð og aðhlynningu yfir daginn. Markmið dagdvalar er stuðla að því að þeir sem þangað koma geti búið lengur heima og jafnframt að rjúfa félagslega einangrun. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og tekur tillit til þarfa hvers og eins. Dagdvölin er opin frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga.
Eldhús er rekið á dagdvöl  morgunmatur, hádegismatur og síðdegiskaffi.
Eins er hægt að fá heimsendan mat frá dagdvöl.
Dagdvöl aldraðra – Þorlákshöfn
– þjónustuhús aldraðra, Egilsbraut 9
Ásrún Jónsdóttir
S:483-3614
asrun@olfus.is
Ölfus dagdvöl aldraða