Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er til þeirra sem geta aflað sér lífsviðurværis. Sótt er til þess sveitarfélags sem viðkomandi á lögheimili
Hvernig sæki ég um?
Þú getur sótt um með rafrænum hætti.
Félagsráðgjafi hjá velferðarþjónustunni hefur samband eftir að umsókn hefur borist.
Þú getur einnig pantað viðtal við félagsráðgjafa á viðkomandi starfstöðvum velferðarþjónustu Árnesþings sem veitir nánari upplýsingar um fjárhagsaðstoð
(Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú sótt um á  starfstöðvum Velferðarþjónustu Árnesþings)
Hér sækiru um fjárhagsaðstoð
Hafa samband
Velferðarþjónustan í  Hveragerði:
Breiðumörk 20 / 810 Hveragerði / 483-4000


Velferðarþjónustan í Ölfusi:
Hafnarbergi 1 / 815 Þorlákshöfn  / 480-3800


Félagsþjónusta í Uppsveitum og Flóa
Heilsugæslan í Laugarási / 806 Selfoss  / 480-1180
Umsjón með málaflokknum
Jón Jónsson
Málefni aldraðra
x@arnesthing.is

Á ég rétt á fjárhagsaðstoð?

Ef þú hefur náð 18 ára aldri, átt lögheimili í Hveragerði, Ölfusi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Gnúp- og Skeiðahreppi, Gríms- og Grafningshreppi og Flóahreppi og uppfyllir skilyrði um tekjur og eignir.
Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í ofangreindum sveitar- og bæjarfélögum og hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Aðstoðin getur verið í formi láns eða styrks.
Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, meðal annars vegna heimilisaðstoðar, náms eða óvæntra áfalla, sbr. reglum Velferðarþjónustu Árnesþings um fjárhagsaðstoð.
Reglur Velferðarþjónustu Árnesþings vegna fjárhagsaðstoðar
Hvaða lög og reglur gilda um fjárhagsaðstoð?
Skylt er að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar, sbr: