Félagsleg ráðgjöf

Þjónustan er í formi almennrar og sérhæfðrar ráðgjafar.
Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt. Annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindamál og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.
VIÐ HVERN Á AÐ HAFA SAMBAND?
Ráðgjöfin sem stendur til boða er:
-
Félagsleg ráðgjöf s.s. vegna uppeldis- og samskiptavanda, skilnaðar, forsjár- og umgengnismála.
-
Ráðgjöf vegna fjármála
-
Ráðgjöf vegna húsnæðismála og/eða þjónustu í búsetu
-
Ráðgjöf er tengist atvinnu og endurhæfingu
-
Sérhæð ráðgjöf /þjónusta vegna fatlaðra barna
Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um málefni fatlaðs fólks:
Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára. Í lögunum er einnig kveðið á um að sveitarfélag skuli veita íbúum sínum þjónustu og aðstoð sem er til þess fallin að bæta úr vanda eða koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri aðstöðu að geta ekki séð fyrir sér og sínum. Velferðarnefnd Árnesþings hefur sett sér sérstakar reglur um fjárhagsaðstoð sem starfsmenn Velferðarþjónustu Árnesþings vinna eftir.
meira um fjárhagsaðstoð
Félagsráðgjafar Velferðarþjónustu Árnesþings

