Ráðgjöf
Kennsluráðgjafar veita ráðgjöf til skólastjóra, kennara og annars starfsfólks leik- og grunnskóla í þeim tilgangi
að efla skólana stöðugt í starfi sem felst m.a. í því að:
-
að stuðla að samstarfi leik- og grunnskóla á svæðinu og samstarfi einstakra hópa í skólunum t.d. kennara sömu námsgreina. Þeir hafa frumkvæði að verkefnum sem stuðla að sameiginlegum markmiðum skólanna og skólaþjónustu.
-
að veita stuðning við skimanir á deildum og í bekkjum eða skimar líðan, náms- og þroskastöðu, námsframvindu, félagsfærni og hegðun.
-
að veita ráðgjöf og handleiðslu um verklag við snemmtæka íhlutun, þ.e. að bregðast fljótt við námslegum, félagslegum og sálrænum vanda hjá börnum og stuðla að kennslu og stuðningi við hæfi í samvinnu við sálfræðing.
-
að taka þátt í þverfaglegri aðkomu skóla- og velferðarþjónustu að málefnum einstaklinga, s.s. í teymum um málefni einstaklinga og skilafundum utanaðkomandi stofnana.
-
aðstoða við gerð einstaklingsnámskráa barna og nemenda með sérþarfir eftir óskum þar um og koma að úrlausn bráðamála, eftir aðstæðum og í samvinnu við þá sem málið varðar.
-
liðsinna skólum við áætlanagerð um starfsþróun starfsfólks leik- og grunnskóla og standa fyrir símenntun fyrir allar starfsstéttir skólanna.
Samvinna og ráðgjöf til sveitarstjórna er stór hluti starfsins.
Hegðunarráðgjafi í skólaþjónustu Árnesþings vinnur í anda snemmtækrar íhlutunar. Hann vinnur náið með foreldrum, kennurum og öðrum sérfræðingum í Skóla- og velferðarþjónustu. Hegðunarráðgjafi kemur að máli þegar unnið hefur verið með hegðunarmótandi úrræði í leik- og grunnskóla en þau ekki skilað ásættanlegum árangri. Hegðunarráðgjafi getur einnig veitt ráðgjöf inn á heimilum barna þá ef þörf krefur og vinnur með foreldrum.
Teymsstjóri hefur umsjón með skipulagningu skólaþjónustunnar og stýrir vinnu hennar í samráði við yfirmann.

Hrafnhildur Karlsdóttir
hrafnhildur@arnesthing.is
Teymisstjóri og kennsluráðgjafi

Kristín Arna Hauksdóttir
kristinarna@arnesthing.is
Kennsluráðgjafi
Kristín Arna hefur lokið fjölda námskeiða s.s. ART-réttindanámi, Uppeldi til ábyrgðar og sótt ýmis námskeið hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

