Skólaþjónusta Árnesþings

Skólaþjónustan er opinber stofnun og starfssvið hennar því bundið í lög, reglugerðir, samþykktir og aðrar stjórnvaldsákvarðanir ríkis og sveitarfélaganna sem mynda byggðasamlagið. Forstöðumaður ber ábyrgð á faglegri starfsemi og rekstri.

Þjónusta Skólaþjónustunar er m.a.:

  • Talmeinafræðingar
  • Skólasálfræðingar
  • Kennsluráðgjöf
  • fræðsla

Vinnuferli tilvísana til sérfræðiþjónustu

Tilvísun og gátlistar skulu berast til teymisstjóra Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Farið er yfir tilvísanir á fundi móttökuráðs Skóla- og velferðarþjónustu, en móttökuráð skipa forstöðumaður, teymisstjóri, talmeinafræðingur og sálfræðingar skólaþjónustu. Móttökuráð fer yfir tilvísanir og gátlista og metur vinnslu máls. Foreldrar, umsjónarkennari, umsjónarmenn sérkennslu og skólastjórnendum er síðan sent tölvubréf þar sem fram kemur hver vinnsla málsins verður.

Markmið Skólaþjónustunar eru m.a.:

  • Styrkja og styðja faglega við starf skólanna þannig að innan þeirra sé hægt að leysa flest þau verkefni sem upp koma með öflugri ráðgjöf og fræðslu til kennara og starfsfólks.
  • Styðja við og efla samvinnu leik- grunn- og framhaldsskóla í Árnesþingi og stuðla að samvinnu skóla og fagfólks á svæðinu.
  • Styrkja nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna. Stuðla að bættri líðan nemenda og efla þá í námi og starfi með hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.
  • Stuðla að framþróun í skólastarfi og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers skóla.
Haustið 2013 var ákveðið að hefja samvinnu sveitarfélaganna Bláskógabyggðar,Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðisbæjar, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Sveitarfélagsins Ölfuss. Skólaþjónustan starfar á grundvelli reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga.
Skrifstofa skólaþjónustu Árnesþings er að:
Fljótsmörk 2
810 Hveragerði
sími: 488-4545
netfang: ritari@arnesthing.is